Tarot námskeið með Sígaunaspilum Valgerður Bachmann hefur unnið við andleg málefni síðan 2009. Hún býður upp á einkatíma í spá og miðlun, einnig höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun. Tarot spilin Alheimsorkuspilin gaf hún út árið 2012 með íslenkskum leiðbeiningum og Written in the stars spilin árið 2017 sem eru bæði á ensku og íslensku.
Hefur haldið námskeið bæði með Alheimsorkuspilunum og Sígauna spilum síðan 2012 sem eru með íslenksum leiðbeiningum eftir hana. Hefur haldið Krakka-jóga námskeið fyrir börn með greiningar. Á námskeiðinu verður farið í hvert spil fyrir sig og upplifun hvers og eins. Í enda námskeiðsins mun síðan hópurinn spá fyrir hvort öðru með aðstoð Valgerðar. Þessi spil henta mjög vel til að sjá hvað er framundan hjá þér eins og í fjölskyldunni, vinnu, fjármálum, ástarmálum og heilsu. Spil sem eru með lausnir, jákvæðni og kærleika í fyrirrúmi. Skemmtilegt námskeið þar sem gleði og hlátur verður alls ráðandi.
Valgerður Bachmann
Spákona og miðill, Jógakennari, Grafískur hönnuður, Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun, Reikimeistari – Heilun. Hönnuður á Alheimsorku spilunum með íslenskum leiðbeiningum. Written in the stars á ensku og íslensku. Litlu Stafabókinni.