Skyggnilýsinga námskeið með Sirrý Berndsen
Laugardag – 20.01.2019
11.000kr
11:00 – 15:00
Þegar miðlar eru með skyggnilýsingar fyrir framan hóp af fólki er mikilvægt að miðlar kunni að vinna með upplýsingunum sem og orkunni sem flæðir í gegn.
Sönnun og staðreyndir, eru jafn mikilvæg og skilaboðin sjálf.
Á þessu námskeiði, sem ætlað er þeim sem hafa áhuga á að vera með skyggnilýsingar fyrir hópum, smærri sem og stærri, munum við fara í mismundandi aðferðir við tengingu, sem og smáatriðin þegar upplýsingum er miðlað.
Farið verður í mismunandi aðferðir sem notaðar eru til dæmis í Englandi, og svo í Bandaríkjunum.
Við lítum á orkuna sem fylgir skilaboðum þegar þau eru hjartnæm, og tengist sorginni djúpt, sem og þegar skilaboðin spila á léttari strengi.
Við munum líta á framkomu og hlutverk miðils á hópfundum, og hvernig hægt sé að halda athygli áhorfandans meðan á skyggnilýsingum stendur.

Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsinns í síma 5518130