Breytum sorg, í gleði.
Að tengjast nánari böndum, fyrir miðla og anda.

Miðils námskeið með Sirrý Berndsen

19.01.2019
Verð 11.000kr
11:00 – 15:00

Á þessu námskeiði munum við líta á hvernig við getum tengst öndunum og hjálpurum okkar nánar, og farið dýpra í saumana þegar kemur að sönnunum, minningum og skilaboðum.
Að hjálpa fólki í gegnum erfiðleika í lífinu, sem og eftir mannslát getur breytt sorg í gleði.
Hvernig getur spámiðill hjálpað, og hvernig getur miðill hjálpað?

• Clairs – Að sjá, að heyra, að finna, að vita, að bragða, að finna lykt.
• Upphaf fundar – bænin og væntingar – Hvað er markmið fundar?
• Ábyrgð miðils. Að hjálpa í sorginni.
• Að byggja traust.
• Munur á skoðunum og skilaboðum. Við erum sían, mikilvægi hlutleysis á fundi.
• Skilningur tákna, að leysa þau eins og krossgátur.
• Að spurja / Að hlusta – Hvað getum við spurt andana, til að staðfesta tengsl.
• Sönnun/Tilfinning/Minning/Skilaboð – EEMM – Evidence/Emotion/Memory/Message
• Að grafast fyrir um óvenjulegt í lífi, eða eitthvað í fari andans.
• Hvaða andi er stjarna dagsins, og hverjir eru með þeim í heimi andanna?

Gerðar verða æfingar, með það að markmiði að tengjast nánar, bæði fyrir spámiðlun, sem og fyrir miðlun og tengingum okkar við andana.
Námskeiðið verður haldið í húsi félagsinns að Hamraborg 1, 3.hæð Kópavogi. Skráning er í síma 5518130.