Dóra Kristín Halldórsdóttir

Hugleiðsla með Dóru Kristínu

Hugleiðsla er alltaf á mánudagskvöldum, á tímabilinu 18. jan. – lok maí 2021, kl. 20:00 – 21:30

Verð: 1.500


ALLIR VELKOMNIR

Námskeiðið

Bæna og hugleiðsluhringurinn er á mánudagskvöldum og farið er í leidda hugleiðslu og bænin tekin þar inn í.

Hver og einn tækifæri til að ræða sínar upplifanir og endað er á örspá.

Frjáls mæting og allir velkomnir. Staður: Salur.

Dóra Kristín

Dóra Kristín Halldórsdóttir er menntuð sem kennari. Hún vígðist inn í Kriya yoga 2001 og tók aðra vígslu 2006. Hún var með hugleiðslu og bænahringi hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurlands.

Hún hefur verið með bæna og hugleiðsluhring hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands frá 2011 hefur verið með þróunarhringi hjá félaginu.

Dóra Kristín hefur sótt námskeið hjá ýmsum miðlum þar á meðal Tim Abbot og Sirrý Berndsen.