Ásta Óla

Hindúar og Guðleg orka

Fræðslukvöld

Tenging Hindúa við guðlega orku

Fyrirlestur eina kvöldstund, ca. 2 tímar, um það hvernig hindúar til forna tengdu líf okkar við guðlega orku. Tenging okkar við guðlega orku er ólík, því öll erum við ólík. 

Þeir útskýrðu tengingu líkama, sálar og anda við guði/gyðjur himinsins og gera enn og fyrirlestur minn mun fjalla um það hvernig þessi orka á sér ólíkar fyrirmyndir.

Ásta Óla

 

Ásta Óla er fædd í einu af braggahverfum Reykjavíkur, var sett í fóstur og var frá unga aldri í sumarvinnu í sveit eða í fiski. Hún lærði kjólasaum og vann við fagið í 20 ár.

Hún kynntist vedískri stjörnuspeki 1990 á námskeiði hjá James T. Braha og þá varð ekki aftur snúið. Stjörnuspekin heillaði Ástu strax, og gerir enn 30 árum síðar.

Um aldamótin lágu saman leiðir Ástu Óla og Komillu Sutton sem rak farskóla í mörgum löndum og gaf út bækur um vedíska stjörnuspeki. Mörgum námskeiðum síðar lá leiðin til Indlands í útskriftarferð með samnemendum frá 11 löndum, í janúar 2007.

Síðan þá hefur Ásta Óla verið félagi í bresku stjörnuspekisamtökunum í vedískri stjörnuspeki, BAVA. Samtökin halda árlega ráðstefnu, oftast í apríl, en þar eru ávallt mjög færir stjörnuspekingar með góða og gagnlega fyrirlestra bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Árið 2009 gaf Ásta út  bókina Vedísk stjörnuspeki, ætlaða þeim sem vilja sem taka fyrstu skrefin í að kynna sér fræðin.