Kristján Hlíðar

Heilunarnámskeið

Helgarnámskeið í heilun, 10. – 11. október, frá kl. 13:00 – 18:00

Verð: 37.000

Námskeiðið

Það sem þú lærir á námskeiðinu verður meðal annars eftirfarandi:

  • Heilun orkustöðva.
  • Að öðlast tengingu við þann/þá aðila sem þú vinnur með, hverjum og einum.
  • Andlega og líkamlega heilun verður þjálfuð.
  • Kynnt verður hve mismunandi orkan er við andlega og líkamlega heilun.
  • Farið verður inn á sjálfsheilun.
  • Transheilun verður kynnt.

Þetta er námskeið til uppbyggingar fyrir þig sjálfa/sjálfan, námskeið sem þú getur nýtt öðrum til góðs.

Námskeiðið er samþætt með fróðleik í bland við verklegar æfingar þar sem þátttakendur fá að spreyta sig og þjálfa eigin hæfileika og næmni.

Kristján Hlíðar

Kristján hefur verið næmur frá barnsaldri og barnið “sá og skynjaði öðruvísi en aðrir”. Hann hefur margvílega reynslu af andlegum málum, hefur stundað fyrirbænir og heilun yfir 30 ár, meðal annars fjölda ára í Grafarvogskirkju. Seinustu ár hefur hann auk heilunar einbeitt sér að þjálfun og kennslu í heilun og miðlun. Kristján hefur sótt margskonar námskeið, en hann hefur kennararéttindi í miðlun og heilun frá The Arthur Findlay College á Englandi.