Tarot þróunarhópur Soffíu.

Tarot þróunar- og hugleiðsluhóp á þriðjudögum kl. 17:00-19:00 í vor 2022. 

Soffía er kennari að mennt og hefur haft áhuga á og notað Tarotspil í hátt á þriðja áratug. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í heilun og miðlun undanfarin ár og starfar nú hjá SRFÍ sem leiðsagnarmiðill.

Fyrir hvern: Þróunarhópurinn er fyrir þá sem vilja auka og dýpka þekkingu sína á Tarotspilunum og efla tengingu sína við spilin í gegnum hugleiðslu í góðum hópi. Lágmarksþekking á notkun og uppbyggingu spilanna er nauðsynleg.

Markmið hópsins:
– að þátttakendur geti útvíkkað kunnáttu og þekkingu sína á Tarotspilum og eflt innsæi sitt undir leiðsögn kennara.
– að þátttakendur geti skipst á skoðunum um spilin við aðra og notið félagsskapar annarra í gegnum sameiginlegt áhugamál.
– að þátttakendur hafi gleði og gaman af notkun spilanna og verði óhræddari við að nýta þau, sér og öðrum til aðstoðar.

Uppbygging stundarinnar: Háspilin (trompin) í Tarot geyma ýmsa leyndardóma. Stundin byrjar á stuttri leiddri hugleiðslu, þar sem háspilin eru tekin fyrir eitt af öðru. Eftir hugleiðsluna eru umræður um merkingu, táknmál og upplifun þátttakenda af spilunum. Í seinni hluta stundarinnar leggja þátttakendur spilin fyrir hvorn annan, ýmist eftir forskrift eða frjálsu flæði og skiptast á upplýsingum og reynslu undir leiðsögn.

Tími: Þriðjudagar frá kl. 17.00 til 19.00 (2 klst.)
Dags.: 11. janúar. – 21. mars. 2022 (11 skipti).
Kennari: Soffía V. Petersen
Verð: 16.500 kr.

Skráning og nánari upplýsingar hjá SRFÍ s: 551-8130. srfi@srfi.is

Hugleiðslan byggir á Rider-Waite-Smith spilunum og þátttakendur hafa sín eigin spil meðferðis. Önnur spil koma líka til greina. Þetta er lokaður hópur með hámarksfjölda