Hannes starfar sem miðill og heilari. Hann kemur frá Akureyri og ætlar hann að bjóða upp á einkatíma hjá okkur 16.- og 17.des.
Næmni á fólk, dýr og náttúru hefur fylgt Hannesi frá barnsaldri. Það var þó ekki fyrr en Hannes fór að stunda nám í hinum þekkta Arthur Findlay Collage, Stansted Hall Bretlandi, en þessi skóli er flaggskip “Spiritual National Union” þar í landi, að hann fór að tengja næmni sína við faglega þekkingu innan mismunandi miðlunar frá andaheimum.
Með því að tengja eigin næmni við fræðin sem kennd eru í skólanum óx fram þekking og öryggi á því að tengja sig inn á mismunandi orku og miðla upplýsingum framliðinna til ástvina þeirra.
Hefðbundnum tíma er hægt að lýsa þannig að bæði eru lesnar upplýsingar úr áru viðkomandi en einnig tengst inn á andaheima og komið á framfæri skilaboðum þaðan, ef einhver eru. Enginn tími er þó eins og lifir hver tími sínu eigin lífi.
Tímabókanir á netinu https://noona.is/saloisland/qdFAGXeu9TZMEjpZe/s5KS2RNQBtzcRzp8E/timeslots?employeeId=qdFAGXeu9TZMEjpZe eða í síma 551-8130.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-19:00.