Gló Inga Friðriksdóttir lófalesari verður hjá okkur 18.-19.mars

Gló Inga Friðriksdóttir ​lófalesari. Gló Inga hefur unnið í fullu starfi sem lófalesari í yfir 30 ár og stofnaði Norræna Lófalestrarskólann árið 1997, sem er stærsti og elsti lófalestrarskóli Norðurlanda. Hún er einnig listakona, gerir verndarengla úr ull og töfraverur sem tengjast upplifun hennar af orkunni í náttúrunni. Hver lófalestur hefst á því að Gló lítur á handarbakið á þér þar sem hún skoðar grunneinkenni þess hver þú ert og hver staða þín er núna. Hún lítur svo í lófana og les línur í þeim, orku, liti og myndir í höndum þínum. Línurnar eru mjög ólíkar og geisla frá sér mismunandi orku sem hún les sem og samspil einstakra lína sem sýna hæfileika þína og hvað þú getur unnið með til að styrkja þig. Höndin hefur mörg lög og línurnar hafa margs konar samsetningarmöguleika og Gló leggur áherslu á að lesa það sem er raunverulegt og gagnlegt fyrir þig hér og nú. Gló býður upp á að búa til verndarengil fyrir þig í þínum litum og með þinni orku. Hún upplifir oft boðskap engilsins til manneskjunnar sem hún er að lesa lófana á þar sem engillinn getur birst sem mynd í lófanum.

Timabókanir á netinu: https://noona.is/saloisland/book/2mo4uIC3kyA3yKDXGeaVCZDb/timeslots?employeeId=Yx56ngfHeHMv9CWnp eða í síma 551-8130.

Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.

Við erum í Skipholti 50d