Hrafnhildur Sigurðaróttir

Draumar og hugleiðsla -Tákn og merking- með Hrafnhildi Sigurðardóttur

Kennt verður í tveimur hlutum, r, kl. 19:30 – 21:30

Verð: 15.000

Námskeiðið

Námskeiðið fjallar um drauma, hugleiðslu, tákn og merkingu þeirra. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að vinna með drauma og hugleiðslusýnir í daglegu lífi, bæði til leiðsagnar og andlegrar uppbyggingar.

Markmið námskeiðsins er að:

  • Þátttakendur fái fræðslu um hugmyndir og kenningar um drauma og hugleiðslur.
  • Kynna fyrir þátttakendum ýmis tákn í draumum og hugleiðslum og merkingu þeirra.
    Þátttakendur fái þjálfun í að ráða og vinna með sína eigin drauma og hugleiðslur.
  • Þátttakendur öðlist færni í að muna drauma sína og hvernig hægt er að skrá þá með ólíkum aðferðum.

Fyrra skiptið er fyrirlestur og umræður um drauma og hugleiðslu, tákn og merkingu. Rætt verður um drauma og sýnir út frá trúarbrögðum, menningu og sögum. Þekktir draumar úr Biblíunni og klassískum bókmenntum verða ræddir. Fræðslan byggir meðal annars á kenningum Carls Jung um djúpsálarfræði og drauma.

Milli námskeiðsdagana eru þátttakendur hvattir til að skrá hjá sér drauma eða hugleiðslur og senda kennara námskeiðsins vel valinn draum eða hugleiðslu.

Seinna skiptið er nánari fræðsla um drauma, hugleiðslur og tákn. Valdir draumar og hugleiðslur verða teknir sérstaklega til umfjöllunar út frá táknmyndum og túlkunarmöguleikum.

Hrafnhildur Sigurðaróttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir, rithöfundur, fyrirlesari og kennari hefur mikla reynslu í hugleiðslu og að nota draumavinnu í eigin lífi og hefur hjálpað öðrum að ráða í sína eigin drauma, bæði til leiðsagnar og sáluhjálpar. 

Hún lauk diplómanámi úr sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2020. Að auki er hún grunnskólakennari að mennt, sem og jóga- og pílates kennari. Hún er einnig menntuð í söng, hugleiðslu, dáleiðslu, heilun, draumráðningum og náttúrulækningum.