Í upphafi var ljósið og ljósið var miðillinnÍ upphafi var ljósið og ljósið var miðillinn
Byrjendanámskeið og fyrir lengra komna í sambandsmiðlun. Á þessu námskeiði mun Sirrý fara í tengingar fyrir miðlun og innsæið. Einnig mun hún tala um sorgina og hvernig miðlun getur hjálpað við að létta á sorginni hvort sem um er að ræða ástvina missi eða skyndilegar breytingar í lífinu.Spámiðlun getur hjálpað fólki að sjá nýjar leiðir, meðan sambandsmiðlun hjálpar fólki að létta á sorgum brostins hjarta.
Mun síðasti klukkutíminn vera notaður í að vinna saman að efla tengingar við ástvini og gefa spádóma um framtíðina.
Kennari: Sirrý Berndsen, Certified Medium, Master Teacher, GRMS, RMT Usui. Sirrý Berndsen hefur starfað sem miðill bæði á Íslandi sem og í Bandaríkjunum til fjölda ára. Hún hefur hlotið þjálfun hjá færustu miðlum bæði vestan hafs sem og í Arthur Findlay College í Bretlandi. Hún er með skírteini frá Forever Family Foundation, og er Master Teacher undir LWISSD. Einnig hefur hún aflað sér þekkingar á dáleiðslu undir Dr. Brian Weiss og The Weiss Institute, sem og Grief Recovery Method Specialist og er Reiki Master Teacher í Usui Reiki.
Námskeiðið verður haldið í Skipholti 50D á 3. hæð.Kosnaður: 13.000 fyrir félagsmenn og 15.000 fyrir aðra.