Fræðslufundur miðvikudaginn 22. september kl. 20:00
Aðlöðunaraflið með Þormóði Símonarsyni
Fjallað verður um aðlöðunaraflið (e. Law of attraction) og aðferðir til að nýta það sem best í daglegu lífi. Kynnt verður spennandi og hugvíkkandi ferðalag í gegnum námskeið Þormóðs um aðlöðunaraflið. Það veitir þátttakendum innsýn og skilning á því að nýta sér aðlöðunaraflið til að láta drauma rætast. Það er frábært að vita til þess að það eru engin takmörk. Hann mun einnig tala um kærleikskast (sem er andstæðan við kvíðakast) og ákaflega skemmtilegt og heillandi ástand. Leiðin þangað er andleg ástundun sem verður einnig tekin fyrir.
Þormóður ákvað árið 2001 að gera aðeins það sem myndi bæta hann á einhvern hátt. Þessi ákvörðun hefur leitt hann síðan og gert líf hans afar skemmtilegt, stundum erfitt en líka gefandi.
Árið 2016 var Þormóður í námi hjá Dr. Joe Vitale sem vottaði hann sem leiðbeinanda í aðlöðunaraflinu eftir að ég stóðst skriflegt próf. Þar dýpkaði þekkingin til muna og hann tengdi hluti sem hann hafði áður lært en ekki sett í samhengi við aðlöðunaraflið, t.d. fyrirgefningu.
Skráning með því að senda tölvupóst á srfi@srfi.is (einnig er í lagi að mæta án þess að hafa skráð sig).
Verð kr. 2.000
( kr. 1.500 fyrir félagsmenn)