Fundarboð Kæru félagsmenn Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 10.maí kl 17:00 í húsnæði félagsins Skipholti 50d, 3.hæð. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram 3. Kosning stjórnar 4. Kosning varamanna 5. Kosning endurskoðenda 6. Breyting á lögum 7. Önnur mál Breytingartillaga á lögum Lagt verður fyrir sú breyting á lögum að tekið verði út eftirfarandi í 3.grein laga. Félagið kappkostar að hafa á boðstólum bækur og tímarit, sem og hljóð- og myndefni, sem stuðlað geta að auknum áhuga og skilningi á andlegum málum”. Telur stjórn að tíðarandinn sé annar í nálgun efnis um andleg málefni. Einnig verður lögð sú breyting á 9.grein laga sem hljóða svona „Aðalfundur kýs félaginu stjórn og er hún skipuð fimm mönnum. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Kjósa skal á hverju ári, Tvo menn á sléttri árstölu en þrjá menn á oddatölu árs . Ekki er æskilegt að stjórnarmenn sitji í stjórn annarra sambærilegra félaga né starfi fyrir félagið að öðru leiti. Tillaga að breytingu laga er sú að “ekki er heimilt að stjórnarmaður þiggji greiðslur fyrir meðferðir,, í stað að óæskilegt er að stjórnarmaður starfi fyrir félagið að öðru leyti. Kosið skal til varastjórnar á sama hátt og til stjórnar. Tillaga að breytingu er sú að kjósa þurfi að minnsta þrjár varastjórnarmenn í stað fimm. Þegar stjórnarmaður í aðalstjórn fer úr stjórn þá skal varamaður úr varastjórn taka sæti í aðalstjórn eftir niðurstöðum aðalfundar. Heimilt er að endurkjósa menn í stjórn og varastjórn. Á aðalfundi skulu tveir skoðunarmenn kjörnir, einn aðal og einn til vara.“ Félagsmenn velkomnir Skrifstofa félagsins er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00. Hægt er að hafa samband í síma 551-8130 eða á srfi@srfi.is |