Miðvikudagur 22.Febrúar – Fyrirlestur kl 20:00 Fyrri hluti
Fyrirlestur 22. feb
Á fleygiferð inn í fimmtu víddina – Miðvikudagur 22. febrúar – Fyrirlestur kl 20:00 seinni hluti – Alma og Hrabbý frá Starcodes skólanum.
Í þessari tveggja fyrirlestra seríu fjalla þær Alma og Hrabbý frá Starcodes Academy um fimmtu víddina út frá hinum ýmsu vinklum. Fyrra kvöldið verður fjallað um skilgreiningar á þriðju og fjórðu víddinni, skoðað það sem þegar er vitað um gömul menningarsamfélög líkt og Lemúríu og Atlantis og hvernig fimmta víddin birtist okkur þar og velt upp hvaða lærdóm draga megi af risi og falli þessara samfélaga. Seinna kvöldið er sjónum beint að því hvernig fimmta víddin birtist okkur í dag, hvað það þýðir að vera í fimmtu víddinni og hvernig við höldum okkur þar. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á okkur sem andlegar verur í efnislíkama? Hvaða breytinga má vænta af okkar menningarsamfélagi í gegnum þetta ferli og hvernig getum við sem andlegar verur stutt við þær breytingar sem við vilju
Starcodes skólinn
Starcodes Academy varð til snemma árs 2020 eftir að Hrabbý byrjaði að miðla ljóskóðum frá hinu forna Atlantis. Þeim var sagt af verum ljóssins að þær þyrftu að vinna frekar með ljóskóðana og byrjuðu því afla sér frekari upplýsinga með því að miðla efni frá Metatron erkiengli og öðrum ljósverum. Fljótlega kom í ljós að um var að ræða kerfi sem þær Alma og Hrabbý voru beðnar um að nýta til að styðja aðra við að umbreyta lífi sínu og lifa sinn æðsta tilgang. Þetta leiddi þær á 18 mánaða ferðalag þar sem þær miðluðu fræðsluefni, hugleiðslum og öðru efni fyrir níu mánaða námskeið sem þær kenna nú í þriðja sinn ásamt því að hafa miðlað frekara efni fyrir framhaldsnámskeið sem nú var að ljúka. Hlutverk skólans er að efla þátttakendur við að umbreyta tilveru sinni í gegnum heiðarlega speglun, heilun, sköpun og (sam)tengingar.
Alma og Hrabbý hafa báðar aflað sér fjölbreyttra þekkingar, reynslu og menntunar á sviði andlegra mála og heildrænna meðferða síðustu 20 ár. Eftir hefðbundna leið í gegnum háskóla og störf við kennslu og verkefnastjórnun starfa þær nú báðar við leiðsögn hjá Starcodes skólanum.
Nánar er hægt að lesa um skólann, Ölmu og Hrabbý á vefsíðunni www.starcodesacademy.com/is [1]. Einnig er hægt að fylgja skólanum á samfélagsmiðlum á Facebook og Instagram (@starcodesisl) auk þess sem skólinn heldur úti YouTube [2] síðu með ýmsu fróðlegu efni.